BLIZZAK loftbóludekkin frá Bridgestone
…góður kostur jafnt sumar sem vetur!
Af mörgu er að taka þegar fjallað er um hjólbarða frá Bridestone. Þó er helst að nefna, nú þegar vetur konungur gengur í garð, merkileg uppfinning verkfræðinga Bridgestone, Blizzak loftbóludekkin – Vetrardekk sem hönnuð voru með öryggi, þægindi og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Dekkin eru frábrugðin öðrum vetrardekkjum á markaðnum að því leyti að þau eru framleidd úr sérstöku gúmmíefni sem kallast Multicell, sem er uppfinning í eigu Bridgestone. Yfirborð Multicell er að 2/3 hluta þakið litlum loftbólum sem mynda undirþrýsting við vegyfirborðið. Þannig myndast sogkraftur á milli loftbóludekksins og undirlagsins sem ekið er á, sem verður til þess að dekkið heldur einstökum gripeiginleikum sínum hvort sem undirlagið er snjór eða ís.
Multicell er einnig einstaklega mjúkt gúmmíefni en það er til þess fallið að auka mjög á þægindi í akstri. Efnið hefur mikið frostþol og loftbóludekkin tapa ekki mýkt sinni þó úti sé mikið frost. Dekkin fjaðra hljótt og örugglega á undirlaginu og að aka bílnum verður allt önnur og mun skemmtilegri upplifun.
Íslendingar og þá sérstaklega Reykvíkingar hafa ekki farið varhluta af svifryksmengun sem gjarnan hrjáir okkur á fallegum og stillum vetrardögum. Þessi mengun er að mestu leyti tilkomin vegna mikillar notkunar á negldum dekkjum, en um 60-70% landsmanna aka á nagladekkjum yfir vetrartímann. Með því að aka á loftbóludekkjum má koma í veg fyrir þetta hvimleiða vandamál án þess þó að stofna öryggi í umferðinni í hættu. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins framkvæmdi tilraun, þar sem borin var saman hemlunarvegalengd sams konar bifreiða sem annars vegar óku á loftbóludekkjum og hins vegar á negldum dekkjum á þurrum ís. Niðurstaðan var sú að hemlunarvegalengd bifreiðar búin ABS hemlunarkerfi var um 10% styttri ef ekið var á loftbóludekkjum. Loftbóludekkin eru því augljóslega mjög góður kostur undir bílinn í vetur.