Um Betra Grip

Fyrirtækið Betra Grip ehf., var stofnað árið 2005 og tók þá við rekstri meginhluta dekkjaverkstæðis Bræðranna Ormsson. Árið 2007 tóku nýir eigendur við fyrirtækinu, Arngrímur Þorgrímsson og Björn Guðbjörnsson. Betra Grip rekur í dag heildverslun með Bridgestone hjólbarða, verkstæðistæki frá Ravaglioli og viðgerðavörur fyrir hjólbarða frá Tip Top. Einnig starfrækir fyrirtækið hjólbarðaverkstæði í Guðrúnartúni 4.

Bridgestone framleiðir hjólbarða í öllum stærðum og gerðum, undir þremur merkjum; Bridgestone, Dayton og Firestone.  Úrvalið nær því allt frá vönduðum fólksbíladekkjum upp í stór og sterk vinnuvéladekk.  Vert er þó að nefna sérstaklega hin einstöku Blizzak loftbóludekk, sem nú eru fáanleg fyrir flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Þau hafa á skömmum tíma farið sigurför um heiminn – enda þar á ferð fyrsti raunverulegi valkosturinn í stað hinna hefðbundnu nagladekkja. Smellið hér til að lesa meira um Blizzak loftbóludekkin.

Krókakvísl ehf (Betra Grip)
Guðrúnartúni 4
105 Reykjavík
Kennitala: 520213-0580
Virðisaukaskattsnúmer: 114484
betragrip@betragrip.is
Sími: 533 3999
Framkvæmdarstjóri: Arngrímur Þorgrímsson
Leyfisskilyrði: Félagið uppfyllir öll skilyrði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til reksturs hjólbarðaverkstæðis.

Hafðu samband í síma 533 3999

Þú getur einnig fyllt út formið hér að neðan

    Nafn

    Netfang

    Símanúmer

    Skilaboð